Að læra gegnum samfélagslegar áskoranir
Samfélagslegar áskoranir eru raunsæ, sameiginleg áhyggjuefni sem varða samfélagið. Þær eru oft litnar neikvæðum augum þar sem þær hafa í för með sér flóknar umhverfislegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar fyrir samfélagið. Þess vegna eru þær oft umdeildar. Samfélaglegar áskoranir skapa áhugavert samhengi til að þróa hæfni í sjálfbærni, á virkan og meðvitaðan hátt með öðrum nemendum.
Samfélagslegar áskoranir setja okkur í flóknar og erfiðar aðstæður. Tilfinningin um að við höfum ekki þekkingu eða færni til að veita svar krefst þess að við gerum ráðstafanir, með hugsun eða athöfnum, eða hvoru tveggja í senn. Menntun fyrir sjálfbærni býður upp á námsumhverfi til tilrauna þar sem, nýtt tækifæri til náms: við lærum með því að fara í gegnum hugsunarferli, síðan í gegnum raunverulegar aðgerðir og að lokum með því að ígrunda hvoru tveggja.
Þetta myndband fer yfir hvað að læra gegnum samfélagslegar áskoranir þýðir og hvernig má innleiða það í inn í nám barna.
Markmið nemenda
Nemendur munu:
-
Öðlast aukna vitund um málefni í nærumhverfi, samfélaginu og í heiminum
-
Dýpka skilning sinn á því hvernig samfélagslegar áskoranir hafa áhrif á samfélagslegar, efnahagslegar og umhverfislegar áskoranir
-
Æfa sveigjanleika í hugsun
-
Æfa sig í að deila eigin hugsunum og hlusta vandlega á skoðanir annarra
-
Þróa aukið þol fyrir tvíræðni
Kannaðu stöðuna
-
Hvaða þættir skilgreina málefni/vandamál sem samfélagslegar áskoranir.
-
Hvernig eru samfélagslegar áskoranir „slæm vandamál“?
-
Á hvaða hátt gera samfélagslegar áskoranir nám merkingarbært fyrir nemendur?
Ígrundandi spurningar
-
Hvaða samfélagslegu áskoranir þætti þér persónulega krefjandi að vinna með í kennslu og hvers vegna?
-
Hvaða tækifæri og hindranir eru til staðar til að nota samfélagslegar áskoranir í þinni kennslu?
-
Þegar þú hugsar um að samþætta samfélagslegar áskoranir inn í núverandi námskrá, á hvaða sviðum ímyndar þú þér að það verði, annars vegar einfaldast, og hins vegar mest krefjandi?
Af stað inn í kennslustofuna
Þó Digital Destiny kennslufræðin leggi sérstaka áherslu á samþættingu samfélagslegra áskorana inn í námsumhverfi er hægt að nota allar vinnuaðferðirnar með öðum viðfangsefnum í námi barna.