top of page

Að læra með þvi að hugsa 

Að læra með þvi að hugsa þýðir að hugsa af kunnáttu um flókin vandamál, svo sem samfélagslegar áskoranir. Það er ekkert eitt svar til við slíkum áskorunum. Með því að sjá fyrir sér og greina hugsunarferla geta nemendur skilið áskorunina  betur og fundið góðar og skapandi lausnir. 

Með því að ígrunda eigin hugsun, læra nemendur að nálgast vandamál á annan hátt. Með því að einblína á þetta sem kennari byggir þú upp traust þeirra á eigin getu til að hugsa mál til enda og leysa flókin vandamál. 

Nemendur móta hugsunarhátt sem þeir geta yfirfært síðar yfir á daglegt líf. og nýtist þeim í að  takast á við raunverulegar áskoranir sem ábyrgir og þrautsegir borgarar. 

Þetta myndband sýnirhvað að læra með þvi að hugsa þýðir og hvernig má innleiða það í kennslu. 

Markmið nemenda

Nemendur munu læra að: 

  • Þróa aðgerðamiðaða færni  í tengslum við sjálfbærninám.

  • Gera hugsun sína sýnilega með því að nota hugsunarmál.

  • Þróa hugræna færni með því að ígrunda eigið hugsanaferli.

  • Öðlast trú á eigin getu til að vinna með samfélagslegar áskoranir.

Kannaðu stöðuna 

  • Dragðu saman grunnstoðir að „læra með þvi að hugsa“ með því að nota eftirfarandi orð: samfélagsleg áskorun, flókið, hugsun, áskorun, aðgerðamiðað, markmiðasinnað, þátttaka, sjálfstraust, dýpri skilningur, aðferðir, spyrjandi, að sjá fyrir sér.

  • Notaðu 3 – 2 – 1 brúarhugsunarrútínuna. Skrifaðu niður:   

    • 3 orð eða hugmyndir sem þú tekur með þér 

    • 2 spurningar sem þú hefur um grunnstoðir  

    • 1 myndlíking: ‘Að kenna hugsun er eins og …. 

 

Þessi hugsunarútína er innblásin af Project Zero Thinking Routines.

Ígrundandi spurningar

Reyndir þú að beita einni eða fleiri aðferðum með nemendum þínum? Nýttirr þú þér eitthvað af leiðbeiningum um góðar spurningar? Eða fylgdist þú með og leitaðir að tækifærum til að kenna hugsun? 

Hugleiddu það með því að nota aftur 3-2-1 brúarrútínuna: 

  

  • 3 orð eða hugmyndir sem þú tekur með þér

  • 2 spurningar sem þú hefur um meginregluna

  • 1 myndlíking: ‘Að kenna hugsun er eins og ….’ 

  

Berðu saman hugsanir þínar við fyrri hugsanir. 

Útskýrðu hvernig svör þín tengjast eða hafa breyst frá upphaflegum svörum þínum eftir reynslu þína af beitingu aðferðanna í kennslustofunni 

Kennsluefni og fleira

Lesmateriale en meer

Af stað inn í kennslustofuna

Teiknimyndahetja til bjargar

Þú þarft á mér að halda

frekari upplýsingar um

blönduð námstækin?

Viðbótarefni

  • Tólf lykilhugsunarferli fyrir menntun fyrir sjálfbærni (ESD) (link coming soon)

  • Góðar spurningar byggðar á flokkunarfræði Blooms (link coming soon)

bottom of page