Að læra gegnum ígrundun og mat
Hugsanaferli sem byggja á mati og ígrundun eru nauðsynlegir þættir menntunar, bæði fyrir nemendur og kennara. Með því að innleiða þessa ferla í daglega kennslulæra kennarar og nemendur að móta þá og gera að sínum þannig að þeir verði aðferðafræði sem nýtist þeim alla ævi, byggð á vandlegri íhugun bæði á ferlum og niðurstöðum tiltekins verkefnis.
Að læra gegnum ígrundun og mat krefst verkefna sem eru með skýr hæfniviðmið og aðferðir sem ígrunda og meta námið og ferlið. Að læra gegnum ígrundun og mat skapar einnig margvísleg og fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til ígrundunar, ekki aðeins um námsferli sitt, sem einstaklings og innan hóps, heldur einnig um samfélagslegar áskoranir.
Þetta myndband sýnir hvað að læra gegnum ígrundun og mat þýðir og hvernig má innleiða það í kennslu.
Markmið nemenda
Nemendur munu læra að:
-
Meta eigið námsferli og annarra með ólíkum aðferðum og/eða markvissum spurningum.
-
Móta aðgerðir, bæta eigið námsferli.
-
Meta ferlistengdar útkomur (svo sem hugsunarferli) óháð niðurstöðum innihalds.
-
Taka þátt í matsferli.
-
Gefa mati sjálfstætt gildi óháð áætlaðri útkomu tengt innihaldi